Sigur Ágúst Guðmundsson og Garðar Ingi Sindrason fagna sigri í gær.
Sigur Ágúst Guðmundsson og Garðar Ingi Sindrason fagna sigri í gær. — Ljósmynd/HSÍ

Íslenska drengjalandsliðið í handknattleik, skipað leikmönnum 18 ára og yngri, tryggði sér sæti í undanúrslitum EM 2024 í Podgorica í Svartfjallalandi í gær með því að leggja Noreg örugglega að velli, 31:25, í lokaumferð milliriðils 2. Ágúst Guðmundsson var markahæstur í íslenska liðinu með sex mörk og Garðar Ingi Sindrason skoraði fimm. Ísland mætir Danmörku í undanúrslitum Evrópumótsins í Svartfjallalandi í dag.