Bandaríski verðlaunablaðamaðurinn Richard Stellar er kominn hingað til lands í pílagrímsferð. Ástæðan fyrir heimsókninni er ekki aðeins til að skoða landið heldur fann hann lækningu við krabbameini sínu í gegnum tónlist Þorvaldar Bjarna…
Tónlist Richard Stellar vinnur nú að grein um íslenskt tónlistarlíf. Hann lýsir því sem algjörlega mögnuðu.
Tónlist Richard Stellar vinnur nú að grein um íslenskt tónlistarlíf. Hann lýsir því sem algjörlega mögnuðu. — Morgunblaðið/Eyþór

Birta Hannesdóttir

birta@mbl.is

Bandaríski verðlaunablaðamaðurinn Richard Stellar er kominn hingað til lands í pílagrímsferð. Ástæðan fyrir heimsókninni er ekki aðeins til að skoða landið heldur fann hann lækningu við krabbameini sínu í gegnum tónlist Þorvaldar Bjarna Þorvaldssonar, tónlistarmanns og tónlistarstjóra Menningarfélags Akureyrar. Þessu eru læknar hans sammála.

Blaðamaður hitti Stellar og Þorvald Bjarna þar sem rætt var um tónlistina og hvernig hún hjálpaði Stellar í baráttunni við krabbameinið en hann er í dag krabbameinslaus.

Stellar greindist með gallrásarkrabbamein fyrir nokkrum árum og var honum tjáð að hann ætti ekki miklar líkur á að ná sér eða um 5% líkur. Honum var ráðlagt af læknum sínum að leita í tónlist til að hugleiða.

...