Vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar fundu nýverið sjaldgæfa erfðabreytileika sem auka áhættu á parkinsonssjúkdómnum, að því er segir í tilkynningu Íslenskrar erfðagreiningar. Uppgötvunin gæti vakið vonir um að hægt verði að þróa ný lyf við sjúkdómnum.

Þar segir að erfðabreytileikarnir dragi úr virkni ITSN1, sem vísindamenn telja að hafi áhrif á meinmyndun sjúkdómsins.

Grein um rannsóknina birtist í tímaritinu npj Parkinson's disease, en í rannsókninni voru notuð heilraðgreiningargögn frá Íslenskri erfðagreiningu, UK Biobank í Bretlandi og Accelerating Medicines Partnership Parkinson's disease í Bandaríkjunum. Fyrsti höfundur greinarinnar er Ástrós Th. Skúladóttir.

Ný lyf möguleg

Í tilkynningu Íslenskrar erfðagreiningar eru nefnd

...