90 ára Margrét fæddist á Bólstað í Austur-Landeyjum og gekk í barnaskólann í Austur-Landeyjum. Hún flutti síðar til Reykjavíkur og gekk í Kvennaskólann í Reykjavík. Margrét flutti á Hvolsvöll árið 1955 og bjó þar í 45 ár áður en hún flutti aftur til …

90 ára Margrét fæddist á Bólstað í Austur-Landeyjum og gekk í barnaskólann í Austur-Landeyjum. Hún flutti síðar til Reykjavíkur og gekk í Kvennaskólann í Reykjavík. Margrét flutti á Hvolsvöll árið 1955 og bjó þar í 45 ár áður en hún flutti aftur til Reykjavíkur um aldamótin eftir lát eiginmanns síns og hefur búið þar allar götur síðan.

Margrét starfaði við verslunar- og skrifstofustörf hjá Kaupfélagi Rangæinga og síðar hjá KÁ á Hvolsvelli í rúm 40 ár. Síðasta starfsárið sitt tók hún þátt í uppbyggingu Kaupfélagssafnsins á Hvolsvelli.

Hún söng í kór Stórólfshvolskirkju um árabil, einnig í Samkór Rangæinga frá 1974 til 1981 og Kvennakórnum Ljósbrá, frá 1991 til ársins 2000. Þá var hún virkur meðlimur í Söngfélagi Félags eldri borgara eftir að hún flutti til Reykjavíkur og í dag syngur hún með Söngfuglum og

...