Á þessum tíma var Ýr einnig nýlega búin að opna eigið fyrirtæki og sinnti því rekstri á verslun sinni Attikk, sem býður upp á lúxusmerkjavörur í endursölu, samhliða náminu og móðurhlutverkinu. Eftir að Ýr hafði lokið við framhaldsskólanám var hún…
Ýr segir það hafa gengið furðu vel að tvinna saman námið, móðurhlutverkið og fyrirtækjareksturinn, en hún er þakklát fyrir að eiga gott bakland.
Ýr segir það hafa gengið furðu vel að tvinna saman námið, móðurhlutverkið og fyrirtækjareksturinn, en hún er þakklát fyrir að eiga gott bakland.

Á þessum tíma var Ýr einnig nýlega búin að opna eigið fyrirtæki og sinnti því rekstri á verslun sinni Attikk, sem býður upp á lúxusmerkjavörur í endursölu, samhliða náminu og móðurhlutverkinu.

Eftir að Ýr hafði lokið við framhaldsskólanám var hún staðráðin í því að mennta sig í heilbrigðisvísindum og skráði sig í nám á því sviði. Stuttu síðar festi hún kaup á sinni fyrstu eign með kærasta sínum, en galli í eigninni varð til þess að hún tók óvænta u-beygju og skráði sig í lögfræðinám.

„Við lentum í smá gallaveseni með fyrstu fasteignina okkar og var þá sannfærð af lögfræðingnum okkar um að lagadeildin ætti miklu betur við mig og það reyndist hárrétt. Ég fann mig algjörlega þar,“ segir Ýr.

„Ég var tiltölulega nýbúin að opna Attikk en reksturinn sjálfur var þó ekki beint áhrifavaldur, menntunin hefur þó komið

...