Volodimír Selenskí Úkraínuforseti hrósaði í gær úkraínska hernum fyrir að hafa náð að mynda „verndarsvæði“ (e. buffer zone) í Kúrsk-héraði, sem myndi koma í veg fyrir daglega stórskotahríð Rússa á landamærahéruð Úkraínu
Kúrsk Fólk sem hefur flúið átakasvæðin í Kúrskhéraði safnaðist saman við miðstöð Rauða krossins í Kúrskborg, þar sem matvælum var úthlutað.
Kúrsk Fólk sem hefur flúið átakasvæðin í Kúrskhéraði safnaðist saman við miðstöð Rauða krossins í Kúrskborg, þar sem matvælum var úthlutað. — AFP/Tatyana Makeyeva

Stefán Gunnar Sveinsson

sgs@mbl.is

Volodimír Selenskí Úkraínuforseti hrósaði í gær úkraínska hernum fyrir að hafa náð að mynda „verndarsvæði“ (e. buffer zone) í Kúrsk-héraði, sem myndi koma í veg fyrir daglega stórskotahríð Rússa á landamærahéruð Úkraínu. Þá tilkynnti Selenskí að bærinn Súdzha væri nú að fullu á valdi Úkraínuhers.

Tíu dagar eru nú liðnir frá því að Úkraínumenn hófu sóknaraðgerðir sínar í Kúrsk-héraði, af myndskeiðum sem birtust í gær má ráða að Úkraínuher sé m.a. að nota bandaríska bryndreka í aðgerðum sínum, sem og breska Challenger 2-orrustuskriðdrekann.

Breska varnarmálaráðuneytið sendi frá sér yfirlýsingu í gær til að árétta að Úkraínumenn hefðu heimildir samkvæmt stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna til þess að verja sig gegn hinni ólöglegu

...