Einn af hverjum fjórum Íslendingum var með skaðlegt neyslumynstur áfengis árið 2022, samkvæmt svörum frá Willum Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra við fyrirspurn um áfengisneyslu og áfengisfíkn í landinu

Geir Áslaugarson

geir@mbl.is

Einn af hverjum fjórum Íslendingum var með skaðlegt neyslumynstur áfengis árið 2022, samkvæmt svörum frá Willum Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra við fyrirspurn um áfengisneyslu og áfengisfíkn í landinu.

Karlmenn eru líklegri en konur til að stunda áhættudrykkju. Þannig stunduðu 27% karlmanna áhættudrykkju á sama tíma og 21% kvenna gerði það.

Þá kemur fram í svari ráðherra að nýgengi skorpulifrar hafi áttfaldast

...