Tom Perriello, erindreki Bandaríkjastjórnar í Súdan, sagði í gær að hann vonaðist eftir „áþreifanlegum niðurstöðum“ úr friðarviðræðum, sem nú eru haldnar í Sviss um ástandið í Súdan. Borgarastríð braust þar út í apríl á síðasta ári á…
Súdan Meðlimir stjórnarhersins sjást hér taka þátt í skrúðgöngu í fyrradag, en þá var hátíðisdagur hersins.
Súdan Meðlimir stjórnarhersins sjást hér taka þátt í skrúðgöngu í fyrradag, en þá var hátíðisdagur hersins. — AFP

Tom Perriello, erindreki Bandaríkjastjórnar í Súdan, sagði í gær að hann vonaðist eftir „áþreifanlegum niðurstöðum“ úr friðarviðræðum, sem nú eru haldnar í Sviss um ástandið í Súdan.

Borgarastríð braust þar út í apríl á síðasta ári á milli stjórnarhersins, sem stýrt er af Abdel Fattah al-Burhan, og hinna svonefndu „hraðsveita“, RSF, sem Mohamed Hamdan Daglo stýrir. Viðræðurnar hófust í fyrradag, en einungis fulltrúar RSF-sveitanna hafa mætt til þeirra, þar sem yfirmenn stjórnarhersins eru óánægðir með tilhögun viðræðnanna.

Perriello lét það ekki á sig fá í gær, en sagði á samfélagsmiðlum sínum að Bandaríkin myndu áfram vinna með bandamönnum sínum að því að bjarga mannslífum í Súdan og reyna að ná áþreifanlegum árangri í viðræðunum. Bandaríkjastjórn hvatti stjórnarherinn í fyrrakvöld til þess að taka þátt

...