Kirkjugarðarnir þurfa að virða siði og grafarró

Elstu menningarminjar mannsins eru grafreitir steinaldarmanna, sem létu sér annt um hvernig búið væri um lík ástvina. Um það eru margvíslegar siðvenjur, sem margar hafa fylgt manninum án verulegra breytinga frá örófi alda.

Hér á Íslandi er sömu sögu að segja – kuml og haugfé úr heiðnum sið eru grundvallarheimildir um upphafssögu þjóðarinnar – enda segir umbúnaður um látna mikið um menningu okkar og mennsku. Okkur er umhugað um það og treystum því að svo verði að okkur gengnum.

Viðtal við Ingvar Stefánsson, framkvæmdastjóra Kirkjugarða Reykjavíkur, hefur vakið nokkur viðbrögð. Þar komu fram þau tíðindi að krossinn hefði verið fjarlægður úr merki þeirra, að innan sjálfseignarstofnunarinnar væru uppi vangaveltur um að finna annað orð en „kirkjugarða“ og brydda upp á ýmsum nýjungum

...