Halla Hrund Logadóttir
Halla Hrund Logadóttir

Áhyggjur af orkuöflun og orkuskorti, jafnvel orkuskömmtun, komu landsmönnnum í opna skjöldu á liðnu ári. Ekki kom þó minna á óvart þegar Halla Hrund Logadóttir, orkumálastjóri og fv. forsetaframbjóðandi, var komin í viðtal í fréttatíma Rúv. á mánudag í tilefni fyrsta virkjanaleyfis fyrir vindorkuver í landinu, en Landsvirkjun hyggst reisa 30 vindmyllur í Búrfellslundi sem geta skilað allt að 120 MW.

Síðast þegar til fréttist var Halla Hrund í leyfi og raunar talið ólíklegt að hún sneri aftur til starfa, enda verður Orkustofnun senn lögð niður. Margir spyrja hvað hún hyggist taka sér fyrir hendur, sumir segja hana ætla í framboð fyrir Samfylkinguna, en aðrir benda á að hún sé ekki metnaðarlaus og horfi fremur til vegtyllu erlendis.

Orð hennar í viðtalinu bentu a.m.k. ekki til þess að þar talaði hún úr stóli orkumálastjóra, sem lögum

...