Lífeyrissjóðir, tryggingarfélög og aðrir stofnanafjárfestar með langtímaskuldbindingar eru örugglega áfjáðir í að kaupa traust skuldabréf með hagstæðri raunávöxtun.
Albert Þór Jónsson
Albert Þór Jónsson

Albert Þór Jónsson

Líftími fjárfestinga í innviðum er langur og hentar vel langtímafjárfestum eins og lífeyrissjóðum og tryggingarfélögum með langar skuldbindingar. Íslenskir lífeyrissjóðir geta aukið verulega við sig í arðsömum innviðafjárfestingum en 1% af eignum íslenska lífeyrissjóðakerfisins er um 80 ma.kr. Hvalfjarðargöngin eru dæmi um velheppnaða innviðafjárfestingu fyrir langtímafjárfesta og eru um 30 ár síðan ráðist var í fjármögnun þeirrar framkvæmdar. Íslenskir lífeyrissjóðir geta aukið verulega við sig í innviðum en 5% af eignum lífeyrissjóðakerfisins eru t.a.m um 400 ma.kr. Með fjárfestingum í innviðum eins og heilbrigðiskerfi, vegum, flugvöllum og samgöngumannvirkjum væri hægt að ná góðri áhættudreifingu og arðsemi til lengri tíma. Talið er að uppsöfnuð þörf og fjárfesting á næstu fimm árum nemi yfir 1.200 ma.kr. Skortur er á arðsömum fjárfestingavalkostum fyrir langtímafjárfesta

...