Sævar Þorbjörn Jóhannesson fæddist 8. maí 1938. Hann lést 3. ágúst 2024. Útför hans fór fram 16. ágúst 2024.

Það var á sjötta áratugnum sem æskuvinur minn Guðmundur Sigurðsson kynnti mig fyrir skólabróður sínum sem stundaði með honum nám við Skógaskóla. Pilturinn hét Sævar. Það kom fljótt í ljós að við Sævar áttum margt sameiginlegt, báðir voru við synir löggu og höfðum ekki ólík áhugamál, skemmtanir voru sóttar. Það er tilviljun að um þessar mundir sem Sævar kveður er þjóðhátíð í Vestmannaeyjum, hátíð sem við félagarnir sóttum saman í nokkur skipti. Í ferðum þeim kynntumst við foreldrum hans og gistum í húsi þeirra sem bar nafnið London, það var skemmtilegt að segjast hafa verið í London þótt pilturinn hafi ekki farið út fyrir landsteinana. Það væsti ekki um okkur, foreldrar hans tóku vel á móti okkur og Marta matreiddi lunda og leiddi okkur með því inn í líf Eyjamanna. Með því að

...