Sigurmarkið Joshua Zirkzee fagnar sigurmarki sínu gegn Fulham í upphafsleik ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta á Old Trafford í Manchester.
Sigurmarkið Joshua Zirkzee fagnar sigurmarki sínu gegn Fulham í upphafsleik ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta á Old Trafford í Manchester. — AFP/Darren Staples

Hollendingurinn Joshua Zirkzee var hetja Manchester United er liðið hafði betur gegn Fulham, 1:0, í upphafsleik ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta á Old Trafford í Manchester í gærkvöldi.

Zirkzee, sem kom til United frá Bologna í sumar, kom inn á sem varamaður á 61. mínútu og skoraði sigurmarkið á 87. mínútu eftir sendingu frá Alejandro Garnacho, sem einnig kom inn á sem varamaður á sama tíma.

Deildin heldur áfram í dag er sex leikir fara fram. Liverpool heimsækir nýliða Ipswich í leik sem hefst klukkan 11.30. Er um fyrsta leik Ipwsich í efstu deild í 22 ár að ræða.

Þá mætir Arsenal, sem endaði í öðru sæti á síðustu leiktíð, Wolves á heimavelli. Er mikilvægt fyrir Arsenal að byrja vel, ef liðið ætlar sér að eiga möguleika í ríkjandi meistara, Manchester City, í lok tímabils.