Undirritun Ráðherra og fulltrúar SAk og HSN undirrita samninginn.
Undirritun Ráðherra og fulltrúar SAk og HSN undirrita samninginn. — Ljósmynd/SAk

Akureyrarklíníkin var formlega stofnuð í gær með undirritun Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra, Hildigunnar Svavarsdóttur, forstjóra Sjúkrahússins á Akureyri (SAk), og Jóns Helga Björnssonar, forstjóra Heilbrigðisstofnunar Norðurlands (HSN).

Klíníkin er fyrsta miðstöð heilbrigðisþjónustu utan höfuðborgarsvæðisins og mun veita heildstæða þjónustu fyrir sjúklinga með svonefndan ME-sjúkdóm og langvarandi covid-19-einkenni. Heilbrigðisráðherra fól SAk og HSN í maí 2023 að vinna saman að því að koma klíníkinni á fót og skilaði nefnd áliti sl. haust. Síðan þá hefur verið unnið að uppbyggingu klíníkurinnar.

Mikilvæg þróun í meðferð ME

...