Bókmenntahátíðin Queer situations er nú haldin í fyrsta sinn og fer fram dagana 22.-24. ágúst í Salnum í Kópavogi. Á hátíðinni er lögð áhersla á hinsegin bókmenntir í fleiri en einum skilningi, líkt og segir á heimasíðu hátíðarinnar, það er…
Olnbogarými Á hátíðinni er hinsegin bókmenntasena tekin út fyrir sviga og hún rædd út frá eigin forsendum.
Olnbogarými Á hátíðinni er hinsegin bókmenntasena tekin út fyrir sviga og hún rædd út frá eigin forsendum. — Morgunblaðið/Eyþór

Snædís Björnsdóttir

snaedis@mbl.is

Bókmenntahátíðin Queer situations er nú haldin í fyrsta sinn og fer fram dagana 22.-24. ágúst í Salnum í Kópavogi. Á hátíðinni er lögð áhersla á hinsegin bókmenntir í fleiri en einum skilningi, líkt og segir á heimasíðu hátíðarinnar, það er „bækur höfunda sem skilgreina sig sem hinsegin en einnig bókmenntir sem falla út fyrir meginstrauminn (sem kannski er flæðandi)“. Morgunblaðið ræddi við sviðslistakonuna og ljóðskáldið Evu Rún Snorradóttur sem stendur að baki hátíðinni ásamt rithöfundinum Höllu Þórlaugu Óskarsdóttur og grafíska hönnuðinum Elíasi Rúna.

Út fyrir svigann

„Okkur finnst umræðan um bókmenntir oft vera frekar heterónormatív, karllæg og kanónísk. Það er að segja að hún er jafnan miðuð út frá

...