Eftir kórónuveirufaraldurinn hafa tilfelli ME-sjúkdómsins tvöfaldast svo tala má um faraldur

Akureyrarklíníkin, þekkingar- og ráðgjafarmiðstöð fyrir ME-sjúkdóminn, var opnuð í gær og ætti að vera himnasending fyrir þá sem við hann glíma. ME er heila- og taugasjúkdómur og helsta einkenni hans er krónísk þreyta.

Margir þeirra, sem þjást af langvinnum eftirköstum kórónuveirunnar, eru með einkenni ME-sjúkdómsins. Friðbjörn Sigurðsson, krabbameinslæknir og einn af frumkvöðlum stofnunar Akureyrarklíníkurinnar, segir í viðtali, sem birtist í Morgunblaðinu á fimmtudag, að fjöldi fólks með ME-sjúkdóminn hafi tvöfaldast eftir að kórónuveirufaraldurinn skall á og í raun standi nú yfir ME-faraldur.

Hér á landi hefur ME-sjúkdómurinn verið tengdur við Akureyrarveikina, sem um 1.400 manns greindust með á Akureyri og í nærsveitum frá 1948 til 1955, og því við hæfi að aðsetur klíníkurinnar verði á Akureyri. Friðbjörn segir að 20% þeirra hafi

...