Ekki er útilokað að fyrr en síðar sjái menn friðarljósið

Enn binda menn vonir við að breyting verði brátt á ógnum og átökum fyrir botni Miðjarðarhafs.

Það er þó ekki auðvelt að henda reiður á því, hvað hafi gerst á hverjum tíma og í hverju horni þessa stríðs. Þeir eru margir sem leggja hatur á Ísrael, bæði á þeim slóðum og eins fjær, þar sem hægt er að standa fyrir mótmælum með blönduðum skilaboðum. Til þess koma einungis frjálsu ríkin á Vesturlöndunum til álita. Þau eru býsna einhliða, eins og flestir geta gefið sér.

Sárasjaldan er minnst á það, hverjir hófu þetta stríð, eða hitt, að það hófst með árásum á á annað þúsund óvopnaðra manna og helstu fórnarlömbin hafi verið konur og börn og hafi upphafsaðilarnir gengið þannig fram, að varla er hægt að ræða það upphátt.

Miklu ræður sá, sem upphafinu veldur, og ekki síst þegar gengið er fram með

...