Hagnaður Landsvirkjunar á fyrri árshelmingi nam 70,5 milljónum dala, eða sem nemur um 9,7 milljörðum króna, og dróst saman um 38% milli ára en hafði verið 114 milljónir dala á sama tímabili á síðasta ári
Ríkisfyrirtæki Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir rekstur fyrirtækisins hafa gengið vel á árinu við nokkuð krefjandi aðstæður.
Ríkisfyrirtæki Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir rekstur fyrirtækisins hafa gengið vel á árinu við nokkuð krefjandi aðstæður. — Ljósmynd/aðsend

Andrea Sigurðardóttir

andrea@mbl.is

Hagnaður Landsvirkjunar á fyrri árshelmingi nam 70,5 milljónum dala, eða sem nemur um 9,7 milljörðum króna, og dróst saman um 38% milli ára en hafði verið 114 milljónir dala á sama tímabili á síðasta ári. Þetta kemur fram í uppgjöri fyrirtækisins vegna fyrri árshelmings.

Hagnaður af grunnrekstri nam 143,4 milljónum dollara á tímabilinu, sem svarar um 19,9 milljörðum króna. Er það lækkun um 27% á milli ára. Síðasta ár var metár í rekstri Landsvirkjunar

...