Við viljum halda því á loftið að þetta eru framkvæmdir sem hafa beðið í tugi ára af alls konar ástæðum.“
Í ágúst voru íbúar Ísafjarðarbæjar yfir fjögur þúsund í fyrsta sinn í langan tíma.
Í ágúst voru íbúar Ísafjarðarbæjar yfir fjögur þúsund í fyrsta sinn í langan tíma. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Í fyrsta skipti í marga áratugi er íbúafjöldinn farinn að aukast á Vestfjörðum. Það gerðist fyrst í kringum 2022 og í hverju manntali Hagstofu síðan þá hefur íbúum fjölgað og eru íbúar í Ísafjarðarbæ til dæmis í fyrsta sinn í marga áratugi komnir yfir fjögur þúsund.

Hnífsdælingurinn Sigríður Ó. Kristjánsdóttir er framkvæmdastjóri Vestfjarðastofu og tekur á móti blaðamönnum í starfsstöðvum Vestfjarðastofu á Ísafirði. Helstu verkefni Vestfjarðastofu að undanförnu hafa verið að móta nýja sóknaráætlun fyrir svæðið og hluti af því voru opnir fundir með íbúum.

Hvað vilja Vestfirðingar sjá í framtíðinni?

„Vestfirðingar vilja lífsgæði. Það sem við höfum kallað eftir í nokkuð mörg ár er í raun jafnræði og að svæðið sé samkeppnishæft við önnur svæði. Þannig að

...