Manni skilst að enn á ný hafi sjálfstæðismenn látið vonlausa vinstri menn plata sig í að samþykkja afar kostnaðarsama vitleysu.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifaði grein í Morgunblaðið þar sem hún gagnrýndi gjaldfrjálsar máltíðir og námsgögn í grunnskólum landsins.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifaði grein í Morgunblaðið þar sem hún gagnrýndi gjaldfrjálsar máltíðir og námsgögn í grunnskólum landsins. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

Sjónarhorn

Kolbrún Berþórsdóttir

kolbrun@mbl.is

Pistlahöfundur á ágæta vini og kunningja sem tala ætíð um Sjálfstæðisflokkinn sem „Flokkinn“. Þeir sjá ekki huggulega framtíð eða alvörufarsæld í sterkri tilvist annarra flokka, trúa einungis á Flokkinn sinn. Þeir leiða ekki oft hugann að því að sá tími kunni að koma að Flokkurinn verði ekki í ríkisstjórn. Slík hugsun myndi einungis valda þeim vanlíðan og hugarvíli og því forðast þeir hana. Raunveruleikinn eftir næstu kosninar mun því reynast þeim verulega erfiður.

Þessir sjálfstæðismenn eru yfirleitt skemmtilegir einstaklingar sem hafa enga þolinmæði með pólitískum rétttrúnaði og trúa á frelsi einstaklingsins. Ekki er undan því að kvarta og þess vegna kinkar maður

...