Kannski er ég bara listakona. Ég flögra á milli og það er líka ákveðin ofurkraftur. Eða mögulega er það þetta ADHD?
„Að þurfa að hafa svona margt fyrir stafni er í senn minn helsti löstur og styrkleiki,“ segir hin hæfileikaríka Vigdís Hafliðadóttir.
„Að þurfa að hafa svona margt fyrir stafni er í senn minn helsti löstur og styrkleiki,“ segir hin hæfileikaríka Vigdís Hafliðadóttir. — Morgunblaðið/Ásdís

Í fallegri íbúð í Vesturbæjarblokk býr hin skemmtilega Vigdís Hafliðadóttir ásamt sambýlismanni og voffanum Lamba sem er mjög spenntur fyrir gestinum. Ljóst er að parið er listrænt því myndlist er uppi um alla veggi, hljómborði hefur verið komið fyrir upp við vegg og sjá má glitta í gítar á standi. Blaðamaður fær sér sæti í notalegum sófa og Vigdís byrjar á að ná í kaffi. Okkur er þá ekkert að vanbúnaði að hefja gott spjall um tónlist, leiklist, uppistand og margt fleira, en Vigdís er eins og kameljón sem bregður sér í ýmis líki. Hún segist ekki enn búin að ákveða hvað hún vilji verða þegar hún er „orðin stór“. Best finnst henni að hafa nóg fyrir stafni og sjá hvert lífið og listin leiðir hana.

Prófaði allt sem var í boði

Vigdís segist hafa verið í góðu fríi í sumar og er nú að skoða næstu skref.

...