Frjálsíþróttakonan Ingeborg Eide Garðarsdóttir úr Ármanni fer á sína fyrstu Paralympics-leika þegar hún keppir í kúluvarpi í F37, flokki hreyfihamlaðra, á leikunum í París. Þeir verða settir 28. ágúst og keppir Ingeborg þremur dögum síðar, 31
París Ingeborg Elde Garðarsdóttir er á leið á sínu fyrstu Paralympics í þessum mánuði en hún keppir í kúluvarpi í flokki F37 í Frakklandi.
París Ingeborg Elde Garðarsdóttir er á leið á sínu fyrstu Paralympics í þessum mánuði en hún keppir í kúluvarpi í flokki F37 í Frakklandi. — Morgunblaðið/Eggert Jóhannesson

Paralympics

Gunnar Egill Daníelsson

gunnaregill@mbl.is

Frjálsíþróttakonan Ingeborg Eide Garðarsdóttir úr Ármanni fer á sína fyrstu Paralympics-leika þegar hún keppir í kúluvarpi í F37, flokki hreyfihamlaðra, á leikunum í París. Þeir verða settir 28. ágúst og keppir Ingeborg þremur dögum síðar, 31. ágúst.

„Ég er rosalega spennt og þakklát fyrir að fá að fara á leikana,“ sagði hin 28 ára gamla Ingeborg í samtali við Morgunblaðið er íslenski hópurinn sem fer til Parísar var kynntur í Toyota í Kauptúni í síðustu viku.

Hópurinn samanstendur af fimm keppendum. Ingeborg sker sig nokkuð úr þar sem hún er sú eina sem keppir í frjálsíþróttagrein en ekki sundi og sömuleiðis er Ingeborg sú eina sem tekur þátt á sínum

...