Myndlistarmaðurinn Daníel Daníelsson opnar sýninguna Undir yfirborðinu í Skotinu, ART Gallery101 Reykjavík, Laugavegi 44, í dag, 17. ágúst, kl 13-16. Daníel er fæddur árið 1950
Daníel Daníelsson
Daníel Daníelsson

Myndlistarmaðurinn Daníel Daníelsson opnar sýninguna Undir yfirborðinu í Skotinu, ART Gallery101 Reykjavík, Laugavegi 44, í dag, 17. ágúst, kl 13-16.

Daníel er fæddur árið 1950. Í tilkynningu segir að hann hafi lengi unnið verslunarstörf í Vinnufatabúðinni, verslun föður síns, en síðar stofnað eigin rekstur í Gallabuxnabúðinni árið 1991. „Daníel hafði strax sem ungur maður mikinn áhuga fyrir listsköpun og hélt áfram að næra listáhuga sinn samhliða sínum störfum. Listin hefur verið hans ástríða frá unga aldri og hann hefur málað sér til gamans í yfir 50 ár,“ segir jafnframt um listamanninn. Er þetta í fyrsta skipti sem hann sýnir verk sín opinberlega. „Stíll Daníels er margbreytilegur og hafa verkin hans þróast í gegnum tíðina. Hann hefur ávallt fylgst vel með straumum og stefnum í heimi listanna, en farið sínar eigin leiðir“.