Ólympíufari Erna Sóley Gunnarsdóttir varpar kúlu á Kópavogsvelli.
Ólympíufari Erna Sóley Gunnarsdóttir varpar kúlu á Kópavogsvelli. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

Bikarkeppni FRÍ verður haldin í 57. skipti á Kópavogsvelli í dag. Erna Sóley Gunnarsdóttir, sem keppti á Ólympíuleikunum í París í síðustu viku, verður með á mótinu en hún keppir klukkan 10 í kúluvarpi. Þá verður fleira af fremsta íþróttafólki Íslands með á mótinu. Hilmar Örn Jónsson, Guðni Valur Guðnason, Dagbjartur Daði Jónsson, Daníel Ingi Egilsson og Irma Gunnarsdóttir eru með ásamt öðrum sterkum keppendum.