Salsa er vinsæll dans og hægt er að dansa bæði sóló og í pörum.
Salsa er vinsæll dans og hægt er að dansa bæði sóló og í pörum. — Morgunblaðið/Ómar

Í Sóló salsa getur fólk fengið útrás í og lært salsa, án þess að þurfa dansfélaga.

„Sóló salsa er hliðarafurð af salsadansi og við dönsum þar stök við salsatónlist,“ segir Edda Blöndal, stofnandi Salsa Iceland.

Æðisleg stemmning og vellíðan

„Við ætlum að bjóða upp á frían prufutíma á mánudag og í kjölfarið byrjar námskeið í Sóló salsa sem hefst eftir viku,“ segir Edda og nefnir að finna megi allar upplýsingar á salsaiceland.is.

„Margir nota námskeiðið sem heilsurækt, koma klukkutíma á viku og hreyfa sig við geggjaða tónlist. Það myndast æðisleg stemmning og þetta er mikil vellíðunarstund. Það er engin frammistöðukrafa og þú truflar engan þótt þú náir ekki öllum sporunum,“ segir Edda að lokum.