Þá kom í ljós að hún ber genið. Hún fékk tvær blæðingar og við það lömun sem gekk svo að mestu til baka, en níu mánuðum síðar fær hún mjög alvarlega blæðingu og endar í öndunarvél í marga mánuði.

Fyrirtæki læknisins Hákonar Hákonarsonar, Arctic Therapeutics, hefur nú fengið leyfi Lyfjastofnunar Evrópu og Lyfjastofnunar Íslands til að framkvæma rannsókn á lyfjameðferð við arfgengri heilablæðingu, genasjúkdómi sem finnst aðeins í örfáum íslenskum fjölskyldum. Hákon, sem er sérfræðingur í lungna- og erfðarannsóknum, segir vonir standa til að stöðva framgang sjúkdómsins og koma í veg fyrir ótímabæran dauða. Hann segir spennandi tíma fram undan, en lyfið sem fyrirtæki hans er að þróa gæti einnig læknað aðra heilabilunarsjúkdóma á borð við Alzheimer og Parkisons.

Byrjar daginn snemma í Ameríku

Klukkan var aðeins sjö árdegis í Bandaríkjunum þegar blaðamaður sló á þráðinn yfir hafið, en Hákon býr í Fíladelfíu þar sem hann starfar á CHOP, Children's Hospital of Philadelphia. Hákon var þó síður en svo nývaknaður enda þarf hann ekki nema fjögurra

...