Aðalatriðið er að opna dyrnar, fara út í náttúruna og njóta samveru,“ segir Sabína Steinunn Halldórsdóttir. Hún gaf á dögunum út spilið Úti eru ævintýri! 101 verkefni í náttúrunni
— Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Sigurður Bogi Sævarsson

sbs@mbl.is

Aðalatriðið er að opna dyrnar, fara út í náttúruna og njóta samveru,“ segir Sabína Steinunn Halldórsdóttir. Hún gaf á dögunum út spilið Úti eru ævintýri! 101 verkefni í náttúrunni. Þar er að finna tillögur eða hugmyndir að alls 101 mismunandi verkefnum sem þátttakendur leita uppi og eða skapa með efnivið úr náttúrunni. Sem dæmi má nefna hluti eins og köngla, strá og býflugur. Einnig ýmsar andstæður eins og blautt og þurrt, breitt og mjótt, stærðfræðiform, liti, tölustafi og fjölda bókstafa.

„Markmið er að fjölga gæðastundum í náttúrunni og auka hreyfingu barna,“ segir Sabína. Einu megi gilda hvort börnin verja tíma úti í náttúrunni með foreldrum eða öðrum eða þá fyrirmyndum í skólanum. Allt skipti miklu máil. Spilið

...