Edda Halldórsdóttur, sérfræðingur í safneign Listasafns Reykjavíkur, verður með leiðsögn um sýninguna Átthagamálverkið á Kjarvalsstöðum á morgun, 18. ágúst, kl. 14. Í tilkynningu segir að á sýningunni sé „varðveitt saga ólíkra einstaklinga, en á…
Edda Halldórsdóttir
Edda Halldórsdóttir

Edda Halldórsdóttur, sérfræðingur í safneign Listasafns Reykjavíkur, verður með leiðsögn um sýninguna Átthagamálverkið á Kjarvalsstöðum á morgun, 18. ágúst, kl. 14.

Í tilkynningu segir að á sýningunni sé „varðveitt saga ólíkra einstaklinga, en á sýningunni eru verk eftir eitt hundrað manns hvaðanæva af landinu. Um leið segja þau sögu einsleits samfélags sem deilir áþekkum örlögum á tímum samfélagsbreytinga.“