Hveragerði Ísdagurinn er jafnhliða bæjarhátíðinni Blómstrandi dögum.
Hveragerði Ísdagurinn er jafnhliða bæjarhátíðinni Blómstrandi dögum.

Búist er við allt að 20 þúsund gestum á hátíð þar sem boðið verður upp á ís í ómældu magni og fjölbreytta dagskrá. Er auðvitað um að ræða Ísdag Kjöríss í Hveragerði sem haldinn er í dag, laugardag, jafnhliða bæjarhátíðinni Blómstrandi dögum.

Glænýr ís verður borinn úr verksmiðju út á plan í ómældu magni og tjöld eru reist þar sem fólki gefst tækifæri til að smakka ýmsar tegundir íss. Meðal þess sem fólki gefst tækifæri til að prufa í ár er: harðfiskís, laxaís, SS-sinnepsís, og beikon-karamelluís. Einnig verður boðið upp á ís úr hefðbundnari hráefnum sem líklegri er til vinsælda, s.s. bismarck-ís, bláberja-sorbet með lakkríssósu og cappuccino-karamelluís. Mjólkurfræðingar og bragðgæðingar Kjöríss nota þetta tækifæri til að kynna vöruþróun og er þessi hátíð grunnurinn að vali á mjúkís ársins, sem jafnan kemur á markað í janúar.

Ísdagur Kjöríss er nú haldinn

...