Sinfóníuhljómsveit Melbourne í Ástralíu viðurkennir að hafa gert mistök þegar hún aflýsti tónleikum hins heimsfræga píanóleikara Jaysons Gillhams á miðvikudag. Guardian greinir frá þessu
Jayson Gillham
Jayson Gillham

Sinfóníuhljómsveit Melbourne í Ástralíu viðurkennir að hafa gert mistök þegar hún aflýsti tónleikum hins heimsfræga píanóleikara Jaysons Gillhams á miðvikudag. Guardian greinir frá þessu. Tónleikunum var upphaflega aflýst vegna ummæla Gillhams um þann fjölda blaðamanna sem myrtir hafa verið á Gasa síðan átökin þar hófust í október, en hann hafði tileinkað umræddum blaðamönnum tiltekið lag og minntist þeirra í kynningu á því.

Tónleikar Gillhams voru hluti af lengri tónleikadagskrá og því stóð til að halda tónleikana án hans. Nú hefur Sinfóníuhljómsveitin tilkynnt að ekkert verði af tónleikunum yfirhöfuð. Þá hefur hún sömuleiðis viðurkennt að það hafi verið röng ákvörðun að afbóka Gillham. Verða tónleikarnir mögulega haldnir seinna, með Gillham.