Anton Ari Einarsson markvörður Breiðabliks var besti leikmaður 16. umferðar Bestu deildar karla í knattspyrnu að mati Morgunblaðsins. Anton Ari átti mjög góðan leik og fékk tvö M fyrir frammistöðu sína þegar Breiðablik hafði betur gegn Val, 2:0, á Hlíðarenda fimmtudaginn 15. ágúst en 16. umferðin var leikin sunnudaginn 28. júlí, mánudaginn 29. júlí, miðvikudaginn 31. júlí og lauk svo með frestuðum leik Vals og Breiðabliks á fimmtudaginn en leiknum var upphaflega frestað vegna þátttöku liðanna í Sambandsdeild Evrópu.

Anton Ari varð nokkrum sinnum mjög vel í leiknum frá leikmönnum Vals og átti stóran þátt í því að Breiðabliki tókst að halda marki sínu hreinu í sjötta sinn í sumar. Anton Ari, sem er 29 ára gamall, hefur leikið með Breiðabliki frá árinu 2020 en hann gekk til lið við félagið frá Val. Alls á hann að baki 110 leiki fyrir Blika í efstu deild en í heildina eru leikirnir

...