Færst hefur í vöxt að umsækjendur um pretsembætti hjá þjóðkirkjunni óski eftir nafnleynd. Sérstök valnefnd í hverri sókn velur presta en sóknarbörnin fá ekki að vita nöfn allra sem sækja um brauðið. Nýlega birtust tilkynningar á vef þjóðkirkjunnar,…
Hafnarfjarðarkirkja Átta af tíu umsækjendum um prestsembættið óskuðu eftir því að nöfn þeirra yrðu ekki birt.
Hafnarfjarðarkirkja Átta af tíu umsækjendum um prestsembættið óskuðu eftir því að nöfn þeirra yrðu ekki birt. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

Sigtryggur Sigtryggsson

sisi@mbl.is

Færst hefur í vöxt að umsækjendur um pretsembætti hjá þjóðkirkjunni óski eftir nafnleynd. Sérstök valnefnd í hverri sókn velur presta en sóknarbörnin fá ekki að vita nöfn allra sem sækja um brauðið.

Nýlega birtust tilkynningar á vef þjóðkirkjunnar, kirkjan.is, um laus störf presta í fjórum prestaköllum. Alls bárust 22 umsóknir um störfin sem auglýst voru. Þar ar af báðu 16 umsækjendur um nafnleynd, eða 73% umsækjenda.

Þess ber að geta að í sumum tilfellum sækir sami einstaklingurinn um fleiri en eitt embætti.

Listi yfir umsækjendur

Hér fer á eftir listi yfir umsækjendur um prestsembættin:

Skálholtsprestakall

...