Stríðið í Úkraínu snýst um meira en Úkraínu eina, það snýst um stöðu stórvelda.
Ögmundur Jónasson
Ögmundur Jónasson

Ögmundur Jónasson

Björn Bjarnason, fyrrverandi þingmaður, ráðherra og aðstoðarritstjóri Morgunblaðsins, gerir því skóna í grein hér í blaðinu, að þar sem ég sé andvígur því að Íslendingar fjármagni vopnasendingar til Úkraínu, heldur hvetji til friðarviðræðna, gangi ég erinda einræðisafla: „Það er ömurlegt að íslensk stjórnvöld séu hvött til að skipa sér með þessum einræðisstjórnum og skorast undan að styðja Úkraínumenn.“

Rússlandi verði komið á hnén

Ég á með öðrum orðum að vera vitorðsmaður einræðisafla í löndum sem Björn vísar til en þau eru auk Rússlands Belarús, Venesúela, Norður-Kórea, Íran, Kúba, Níkaragva og Kína.

Þetta er nánast fullt hús sýnist mér; Björn Bjarnason kominn á ný í svarthvítan heim því að svona skrifaði hann þegar kalda stríðið var í

...