Sameiginleg málefni ríkisstjórnarflokkanna vega ekki eins þungt og áður. Þá beinist athyglin að ólíkum viðhorfum flokkanna þriggja.

Vettvangur

Björn Bjarnason

bjorn@bjorn.is

Hvort sem gengið verður til kosninga um vorið eða haustið 2025 búa stjórnmálaflokkarnir sig nú undir síðasta þingvetur kjörtímabilsins.

Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar segist hafa unnið að því að móta nýja stefnu flokksins í öllum helstu málaflokkum. Segist hún búa yfir stefnu í efnahags- og atvinnumálum sem taki tvö kjörtímabil, ef ekki tíu ár, að hrinda í framkvæmd.

Viðreisn var stofnuð vorið 2016 um eitt mál, aðild Íslands að Evrópusambandinu (ESB). Nú telur flokkurinn að með áherslu á upptöku evru í stað krónunnar nái hann frekar til kjósenda en með kynningu á kostum aðildar að ESB. Sá galli er á

...