Veðrið í sumar var vel til þess fallið að fylla bókapokann í Bókasafni Reykjanesbæjar og hverfa með nefið ofan í bækur. Ég mæli fyrst með bókinni Normal People eftir Sally Rooney (Eins og fólk er flest í þýðingu Bjarna…

Veðrið í sumar var vel til þess fallið að fylla bókapokann í Bókasafni Reykjanesbæjar og hverfa með nefið ofan í bækur. Ég mæli fyrst með bókinni Normal People eftir Sally Rooney (Eins og fólk er flest í þýðingu Bjarna Jónssonar). Sagan fjallar um Marianne og Connell sem eiga ólíkan bakgrunn en mæta hvort öðru á einstakan hátt. Sagan fylgir þeim í nokkur ár og lesandinn finnur áhrifaríka undiröldu þrár og breyskleika persónanna. Það var algjör rúsína í pylsuendanum að finna þætti eftir bókinni sem ná að fanga þetta andrúmsloft. Konfekt!

Vatn á blómin eftir Valérie Perrin (í þýðingu Kristínar Jónsdóttur) er líka bók sem mig langar að mæla með en í henni kynnumst við Violette Toussaint sem er kirkjugarðsvörður. Ævi Violette hefur sannarlega ekki verið dans á rósum og sorgin er yfir og allt um kring. Það er mikil næmni

...