Óskar Guðjónsson blæs af krafti í saxófóninn.
Óskar Guðjónsson blæs af krafti í saxófóninn. — Ljósmynd/Spessi

Þann 13. september mun nýtt djasstríó að nafni JÓT koma fram í fyrsta skiptið í Kaldalóni í Hörpu. Tríóið sameinar þrjá áhrifamestu og skapandi tónlistarmenn sinnar kynslóðar: Jorge Rossy, Óskar Guðjónsson og Thomas Morgan.

Óskar, saxófónleikari og tónskáld, ætti að vera kunnugur flestum landsmönnum en hann hefur starfað sem atvinnutónlistarmaður frá árinu 1991. Hann hefur gefið út yfir 30 plötur og var liðsmaður Mezzoforte á árunum 1996 til 2012 og er meðstofnandi og liðsmaður í ADHD, einni af vinsælustu djasshljómsveitum landsins. Hann hefur leikið með mörgum frægum djasstónlistarmönnum og heldur áfram að bæta stórum nöfnum við ferilskrána.

Jorge Rossy og Thomas Morgan eru tvö risanöfn í djassheiminum sem flestir djassunnendur þekkja og hafa báðir spilað með ófáum mikilmennum víða um

...