Valur er bikarmeistari kvenna í knattspyrnu í 15. sinn alls eftir sigur gegn Breiðabliki, 2:1, í úrslitaleik á Laugardalsvelli í gær. Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir og Jasmín Erla Ingadóttir skoruðu mörk Vals í síðari hálfleik en Karitas Tómasdóttir minnkaði muninn fyrir Breiðablik í uppbótartíma
Meistarar Leikmenn og þjálfarateymi Vals fagna með bikarinn á Laugardalsvelli í gærkvöldi eftir sigurinn gegn Breiðabliki, 2:1, en þetta var í 15. sinn sem Valur verður bikarmeistari og hefur ekkert lið unnið bikarinn oftar.
Meistarar Leikmenn og þjálfarateymi Vals fagna með bikarinn á Laugardalsvelli í gærkvöldi eftir sigurinn gegn Breiðabliki, 2:1, en þetta var í 15. sinn sem Valur verður bikarmeistari og hefur ekkert lið unnið bikarinn oftar. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Í Laugardal

Bjarni Helgason

bjarnih@mbl.is

Valur er bikarmeistari kvenna í knattspyrnu í 15. sinn alls eftir sigur gegn Breiðabliki, 2:1, í úrslitaleik á Laugardalsvelli í gær. Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir og Jasmín Erla Ingadóttir skoruðu mörk Vals í síðari hálfleik en Karitas Tómasdóttir minnkaði muninn fyrir Breiðablik í uppbótartíma.

Á 65. mínútu fengu Valskonur hornspyrnu og Blikum gekk illa að hreinsa frá marki. Boltinn barst til Haley Whitaker sem átti fast skot að marki, utarlega í teignum, og Guðrún Elísabet setti tána í boltann og stýrði honum snyrtilega yfir marklínuna af mjög stuttu færi.

Valskonur tvöfölduðu forystu sína á 81. mínútu eftir mjög vel útfærða skyndisókn. Fanndís Friðriksdóttir sendi þá boltann á

...