Þessi magnaða og mjög svo áhrifaríka tónlistarkona sló í gegn í Bandaríkjunum með samnefndri plötu sinni árið 1979 (og hætti sama ár með kærastanum, Tom Waits). Upphafslagið, „Chuck E’s in Love“ varð einkar vinsælt og bara umslagið …
Listakona „En sem söngkona, þá langar mig til að syngja allt.“
Listakona „En sem söngkona, þá langar mig til að syngja allt.“

VIÐTAL

Arnar Eggert Thoroddsen

arnareggert@arnareggert.is

Þessi magnaða og mjög svo áhrifaríka tónlistarkona sló í gegn í Bandaríkjunum með samnefndri plötu sinni árið 1979 (og hætti sama ár með kærastanum, Tom Waits). Upphafslagið, „Chuck E’s in Love“ varð einkar vinsælt og bara umslagið á breiðskífunni andar krafti valdefldrar helsvalrar konu sem er með munninn rækilega fyrir neðan nefið. Á næstu plötu, Pirates (1981), sýndi Jones enda fram á að ekki yrði tjaldað til einnar nætur og fólk fengi heldur aldrei það sem það vildi. Ferill hennar hefur verið ansi litríkur allar götur síðan hvar aldrei er staldrað við í einum stíl. Jones blandar fumlaust saman alþýðutónlist, djassi og poppi en hefur auk þess lagt sig eftir sálmatónlist, tripp-hoppi og hverju því sem hreyfir við hjarta hennar á

...