Uppgjör orlofs Dags B. Eggertssonar fyrrverandi borgarstjóra er einsdæmi meðal æðstu stjórnenda ríkisins og bæjarstjóra helstu sveitarfélaga. Dagur fékk sem kunnugt er greitt orlof fyrir 69 ótekna orlofsdaga, sem hann hefur safnað upp á tíu árum í borgarstjórastóli, alls um 9,7 milljónir króna

Andrés Magnússon

andres@mbl.is

Uppgjör orlofs Dags B. Eggertssonar fyrrverandi borgarstjóra er einsdæmi meðal æðstu stjórnenda ríkisins og bæjarstjóra helstu sveitarfélaga. Dagur fékk sem kunnugt er greitt orlof fyrir 69 ótekna orlofsdaga, sem hann hefur safnað upp á tíu árum í borgarstjórastóli, alls um 9,7 milljónir króna.

Í svörum frá embættismönnum í ráðhúsi Reykjavíkur er jafnan vísað til þess að kaup og kjör borgarstjóra miðist að miklu leyti við forsætisráðherra. Það á hins vegar ekki við um fyrirkomulag vegna orlofs. Hvorki forsætisráðherra né

...