Æ, ég ímyndaði mér að eftir endalausar útsendingar frá Ólympíuleikunum væri maður til í að horfa á hvað sem er og finnast það betra. Ónei. Joe Rogan er vinsælasti hlaðvarpsstjóri heims, viðkunnanlegur náungi, óhræddur við óvanalegar skoðanir, leyfir …
Joe Rogan Ekki er öllum gefið að skipta um rás.
Joe Rogan Ekki er öllum gefið að skipta um rás. — Netflix

Andrés Magnússon

Æ, ég ímyndaði mér að eftir endalausar útsendingar frá Ólympíuleikunum væri maður til í að horfa á hvað sem er og finnast það betra. Ónei.

Joe Rogan er vinsælasti hlaðvarpsstjóri heims, viðkunnanlegur náungi, óhræddur við óvanalegar skoðanir, leyfir flestu að flakka og góða fólkið varar mig við að sé hægriöfgamaður. Hann reykti meira að segja jónu með Elon Musk í einu hlaðvarpinu. En hneykslandi, heillandi og hugað.

Það lét ég mér þó ekki að kenningu verða og lét vaða þegar Netflix bauð uppistand með kauða. Ég hefði eins getað horft á ástralskan skrykkdans.

Rogan er viðfelldinn og hann getur verið fyndinn í hlaðvarpi, en það á ekki við hvern sem er að vera með uppistand. Eða það á a.m.k. ekki

...