Knattspyrnudeild Gróttu hefur gengið frá ráðningu á Igori Bjarna Kostic og tekur hann við meistaraflokki karla hjá félaginu. Igor tekur við liðinu af Englendingnum Christopher Brazell sem var rekinn á dögunum

Knattspyrnudeild Gróttu hefur gengið frá ráðningu á Igori Bjarna Kostic og tekur hann við meistaraflokki karla hjá félaginu. Igor tekur við liðinu af Englendingnum Christopher Brazell sem var rekinn á dögunum. Igor fær verðugt verkefni á Seltjarnarnesi því Grótta er í botnsæti 1. deildarinnar með 13 stig eftir 17 leiki og fjórum stigum frá öruggu sæti eftir afar slæmt gengi á undanförnum vikum og mánuðum.

Bikarúrslitaleik KA og Íslands- og bikarmeistara Víkings úr Reykjavík hefur verið frestað til 21. september þar sem Víkingar leika í umspili Sambandsdeildarinnar 22. og 29. ágúst. Leikurinn átti að fara fram föstudagskvöldið 23. ágúst en honum hefur nú verið frestað um rúman mánuð. Víkingar hafa unnið bikarinn í síðustu fjögur skipti en liðin mættust einnig í bikarúrslitum í fyrra. Þar unnu Víkingar, 3:1.

...