Hallgrímskirkja Í kirkjunni er orgeltónlist fangað á hverju sumri.
Hallgrímskirkja Í kirkjunni er orgeltónlist fangað á hverju sumri. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

Tónleikaröðin Orgelsumar í Hallgrímskirkju heldur áfram um helgina. Í hádeginu í dag, laugardaginn 17. ágúst, kl. 12-12.30 munu Sigrún Magna Þórsteinsdóttir organisti og Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir sellóleikari í Sinfóníuhljómsveit Íslands flytja verk fyrir orgel og selló. Sigrún er organisti við Akureyrarkirkju og við Möðruvallaklausturskirkju í Hörgárdal en Steinunn er m.a. leiðandi sellóleikari Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands.

Á morgun, sunnudaginn 18. ágúst, kl. 17-18 leikur Kitty Kovács organisti í Landakirkju í Vestmannaeyjum á Klais-orgelið. Kitty er fædd í Gyor í Ungverjalandi árið 1980 en kom til Íslands árið 2006.