Hvítur á leik
Hvítur á leik

1. e4 c5 2. Rf3 a6 3. c3 d5 4. exd5 Dxd5 5. d4 e6 6. Be3 Rd7 7. c4 Dd6 8. Rc3 Rgf6 9. Be2 cxd4 10. Rxd4 Be7 11. g4 Re5 12. g5 Rfd7 13. f4 Rc6 14. Dd2 Dc7 15. 0-0-0 0-0 16. f5 Rxd4 17. Bxd4 Bc5 18. f6 Bxd4 19. Dxd4 De5 20. Dh4 Rc5 21. Hhe1 De3+ 22. Kb1 e5 23. Bg4 Df4

Staðan kom upp á sterku lokuðu alþjóðlegu móti sem lauk fyrir skömmu í Quebec í Kanada. Króatíski stórmeistarinn Ivan Saric (2.690) hafði hvítt gegn íslenskum kollega sínum, Vigni Vatnari Stefánssyni (2.500). 24. Rd5! Bf5+ 25. Ka1 Bxg4 svartur hefði orðið mát eftir 25. … Dxg4 26. Re7+ Kh8 27. fxg7+ Kxg7 28. Dh6+ Kh8 29. Df6#. 26. Rxf4 og svartur gafst upp enda drottningu undir. Í dag lýkur stórmeistarinn Margeir Pétursson keppni á alþjóðlegu móti í Póllandi. Miðvikudaginn 21. ágúst næstkomandi mun Borgarskákmótið fara fram, sjá nánar á skak.is.