50 ára Elfa er fædd í Reykjavík en flutti á öðru ári til Seyðisfjarðar og ólst þar upp við gott atlæti og hæfilegt frelsi. Hún flutti til Reykjavíkur 17 ára gömul. „Eftir menntaskólanám og í framhaldinu nám í tónlist og sagnfræði og ýmis störf …

50 ára Elfa er fædd í Reykjavík en flutti á öðru ári til Seyðisfjarðar og ólst þar upp við gott atlæti og hæfilegt frelsi. Hún flutti til Reykjavíkur 17 ára gömul. „Eftir menntaskólanám og í framhaldinu nám í tónlist og sagnfræði og ýmis störf í höfuðborginni og víðar ákvað ég tæplega þrítug að flytja aftur austur og er þar enn.“ Hún lauk MA-gráðu í sagnfræði við HÍ.

Í dag deilir Elfa starfi safnstjóra Tækniminjasafns Austurlands á Seyðisfirði með Jónínu Brynjólfsdóttur. „Þar stýrum við kröftugu teymi sem vinnur að endurreisn safnsins sem varð fyrir miklum búsifjum við skriðuföllin árið 2020. Áður hef ég unnið t.d. hjá Austurbrú, Minjasafni Austurlands, við kennslu, þýðingar og leiðsögn svo fátt eitt sé nefnt.“

Elfa hefur í gegnum tíðina verið virk í félagsmálum, setið í stjórn alls

...