Eins og staðan er í dag sitja ekki allir við sama borð þegar kemur að framleiðslu, markaðssetningu og sölu á lífrænt merktum snyrtivörum hérlendis.
Elínborg Erla Ásgeirsdóttir
Elínborg Erla Ásgeirsdóttir

Elínborg Erla Ásgeirsdóttir

Það var mikið framfaraskref í rétta átt í lok síðasta árs þegar þáverandi matvælaráðherra, Svandís Svavarsdóttir, kynnti drög að fyrstu áætlun um eflingu lífrænnar ræktunar sem unnin hefur verið á vegum stjórnvalda. Við, félagar í VOR (verndun og ræktun) sem vinnur að því að auka lífræna framleiðslu á Íslandi, erum full tilhlökkunar að vinna með stjórnvöldum að þeim 14 liðum sem koma fram í áætluninni. Þó er einn þáttur, sem ekki kemur fram þar, sem þarfnast tafarlausra aðgerða en það eru lög og reglugerðir um framleiðslu og markaðssetningu snyrtivara.

Í matvælalöggjöfinni hérlendis er skýrt kveðið á um merkingar á lífrænt vottuðum matvælum þar sem óheimilt er að nota hvers kyns orð, orðmyndir, hugtök, myndir eða tákn sem vísa til lífrænnar framleiðslu á merkingu umbúða, í auglýsingaefni eða viðskiptaskjölum nema

...