Vaxandi fjöldi tryggingamála sem tengist slysum á rafhlaupahjólum kemur nú til kasta úrskurðarnefndar í vátryggingamálum. Nefndin fjallaði um á annan tug slíkra mála á síðasta ári en úrskurðir nefndarinnar frá árinu 2023 hafa nú verið birtir
Rafhjól Umferðarlög segja vélknúin hlaupahjól tilheyra flokki reiðhjóla.
Rafhjól Umferðarlög segja vélknúin hlaupahjól tilheyra flokki reiðhjóla. — Morgunblaðið/Eggert

Egill Aaron Ægisson

egillaaron@mbl.is

Vaxandi fjöldi tryggingamála sem tengist slysum á rafhlaupahjólum kemur nú til kasta úrskurðarnefndar í vátryggingamálum. Nefndin fjallaði um á annan tug slíkra mála á síðasta ári en úrskurðir nefndarinnar frá árinu 2023 hafa nú verið birtir.

„Þetta kemur nýtt inn og er samgöngumáti mjög margra þannig það eru þó nokkur mál sem hafa komið inn og ágreiningurinn er nokkuð mismunandi,“ segir Þóra Hallgrímsdóttir, formaður úrskurðarnefndarinnar í samtali við Morgunblaðið.

Segir Þóra að tvenns konar ágreiningur komi einkum upp varðandi rafhlaupahjólaslys. Annars vegar um hvernig þessi ökutæki séu skilgreind í skilningi umferðarlaga og hvort þau uppfylli skilyrði um að vera ábyrgðartryggingarskyld og hins vegar um háttsemi þeirra sem

...