Gleði Jóhann Berg Guðmundsson fagnar sigri Burnley gegn Cardiff á Torf Moor í Burnley í gær en Jóhann kom inn á sem varamaður og skoraði.
Gleði Jóhann Berg Guðmundsson fagnar sigri Burnley gegn Cardiff á Torf Moor í Burnley í gær en Jóhann kom inn á sem varamaður og skoraði. — Ljósmynd/@BurnleyOfficial

Jóhann Berg Guðmundsson skoraði í sínum fyrsta leik fyrir Burnley í ensku B-deildinni í knattspyrnu á tímabilinu þegar liðið vann stórsigur, 5:0, gegn Cardiff í Burnley á laugardaginn. Jóhann kom inn á á 74. mínútu og skoraði undir lokin en Burnley er í efsta sætinu með fullt hús stiga eftir fyrstu tvær umferðirnar.

 Arnór Sigurðsson kom inn á hjá Blackburn á 81. mínútu þegar lðið gerði jafntefli gegn Norwich, 2:2, í Norwich en Blackburn er með 4 stig í fjórða sætinu.

 Stefán Teitur Þórðarson lék allan leikinn með Preston þegar liðið tapaði fyrir Swansea, 3:0, í Wales en Preston er án stiga í 23 sætinu og því næstneðsta.

 Þá var Guðlaugur Victor Pálsson ekki í leikmannahópi Plymouth þegar liðið gerði jafntefli gegn Hull, 1:1, á

...