Baðlónið Sky Lagoon á Kársnesi í Kópavogi hefur verið stækkað og því breytt. Þjónusta, sem hingað til hefur verið nefnd sjö skrefa Ritúal fær nýtt nafn, Skjól, og verður innifalin í aðgangi allra gesta
Sky Lagoon Helga María Albertsdóttir, framkvæmdastjóri Sky Lagoon, segist vera spennt fyrir viðbrögðum fólks.
Sky Lagoon Helga María Albertsdóttir, framkvæmdastjóri Sky Lagoon, segist vera spennt fyrir viðbrögðum fólks. — Morgunblaðið/Hákon

Viktoría Benný B. Kjartansd.

viktoria@mbl.is

Baðlónið Sky Lagoon á Kársnesi í Kópavogi hefur verið stækkað og því breytt. Þjónusta, sem hingað til hefur verið nefnd sjö skrefa Ritúal fær nýtt nafn, Skjól, og verður innifalin í aðgangi allra gesta. Þá fá skrefin, sem hingað til hafa borið ensk heiti, nú íslensk nöfn. Breytingarnar verða afhjúpaðar á fimmtudaginn.

„Þegar að við opnuðum lónið sáum við viðbrögð gesta við þessu sjö skrefa ritúali sem við höfum boðið upp

...