Það kemur mér á óvart hvað þessum árangri hefur lítill gaumur verið gefinn af fjölmiðlum, íþróttaforystunni og ráðamönnum þrátt fyrir ábendingar.
Heimsmeistari Elínborg Björnsdóttir vann á mótinu í Skotlandi.
Heimsmeistari Elínborg Björnsdóttir vann á mótinu í Skotlandi.

Ásmundur Friðriksson

Á undanförnum vikum höfum við getað fylgst með keppendum á Ólympíuleikunum í París frá morgni til kvölds í flestum fjölmiðlum. Frá undirbúningi þeirra fram á keppnisdaga, frá keppninni sjálfri og enn berast fréttir af því hvað sé fram undan hjá íþróttafólkinu. Ég ber lof á þessa fréttamennsku, því aldrei er of mikið sagt frá íþróttum og gildi þeirra fyrir börn og unglinga sem hrífast með og eignast sínar stjörnur.

Þrátt fyrir að ég hafi að þessu sinni horft og fylgst minna með en oft áður naut ég þess engu að síður að fylgjast með úr hæfilegri fjarlægð og upplifði góða frammistöðu keppenda og starfsmanna Ríkisútvarpsins þegar ég opnaði sjónvarpið. Þar skemmdi ekki fyrir að gamalt Eyjahjarta tekur alltaf kipp þegar fólk úr okkar ranni stendur sig vel. Aðrir fjölmiðlar voru líka með áberandi fréttaflutning frá leikunum og er

...