Er sjálftakan ásættanleg að mati Samfylkingar?

Sérkennilegt er, svo ekki sé meira sagt, að sjá svör fyrrverandi og núverandi borgarstjóra við spurningum um orlofstöku fyrrverandi borgarstjóra vegna borgarstjóraskiptanna fyrr á þessu ári. Einar Þorsteinsson núverandi borgarstjóri vísar málinu frá sér, segist að vísu hafa hrokkið við þegar hann sá upphæðina sem um ræðir, tæpar tíu milljónir króna, en hafi fengið fullnægjandi skýringar hjá undirmönnum sínum. Hann hafi ekki sjálfur komið að ákvörðuninni um hina einstöku orlofsgreiðslu og telur að Degi B. Eggertssyni fyrrverandi borgarstjóra beri að svara fyrir hina miklu greiðslu.

Ekki verður séð að það sé sérstaklega frambærileg afstaða hjá núverandi borgarstjóra að hafa ekki skoðun á slíku máli sem varðar meirihlutann sem hann gekk inn í og stendur nú í stafni í krafti meirihlutasamnings við Samfylkingu, Viðreisn og Pírata. Þó má segja að afstaðan sé að vissu leyti skiljanleg, því

...